Ilmirnir frá tónlistarkonunni Britney Spears koma mörgum á óvart því þeir eru einstaklega heillandi. Britney virðist hafa ákaflega gott lyktarskyn en alveg frá því hún setti sinn fyrsta ilm, Curious, á markað árið 2004 hafa þeir selst mjög vel.
Ilmina þróar poppdívan í samvinnu við sérfræðingana hjá Elizabeth Arden en þeir eru alltaf í glamúrus og líflegum umbúðum sem höfða sérstaklega til yngri hópa þó margar mömmur og jafnvel ömmur elski margar ilmina frá Britney.

Kíktu á box12.is fyrir frekari upplýsingar.