Chanel

“Coco” Chanel er tvímælalaust einn þekktasti og dáðasti tískuhönnuður allra tíma. Hún hannaði Chanel N°5 og setti á markað árið 1921 en allar götur síðan hefur þessi dásamlegi ilmur verið eftirlæti meðal fágaðra kvenna á öllum aldri.

 

“Coco” Chanel er tvímælalaust einn þekktasti og dáðasti tískuhönnuður allra tíma. Hún hannaði Chanel N°5 og setti á markað árið 1921 en allar götur síðan hefur þessi dásamlegi ilmur verið eftirlæti meðal fágaðra kvenna á öllum aldri.

Fáguð, frjáls og falleg

Coco Chanel lést árið 1971, þá 89 ára. Hún var goðsögn í lifanda lífi en við kefli hennar tók Karl Lagerfeld árið 1983 og hefur haldið áfram á þeirri braut sem hún lagði þar til hann lést 19. febrúar 2019. Í dag er Virginie Viard yfirhönnuður hjá Chanel en hún og Lagerfeld hafa unnið saman síðastliðin 30 ár.

Snyrtivörulína Chanel skipar ekki síður stóran sess hjá tískurisanum í dag en vörurnar eru margverðlaunaðar og nýjungum er ávallt tekið fagnandi af aðdáendum merkisins.

Chanel konan er klassísk, fáguð, frjáls og falleg. Hún eltist ekki við tískuna heldur hefur sinn eigin stíl sem endurspeglar sjálfstæði hennar í athöfnum og skoðunum.

Eða eins og hún sagði sjálf. „Chanel er ekki tíska, Chanel er lífsstíll.”

Kíktu á box12.is fyrir frekari upplýsingar.