Clarins

Jaques Courtin Clarins var læknanemi árið 1954 þegar hann stofnaði Clarins vörumerkið. Clarins er með mikið úrval af húð- og snyrtivörum og hafa vörurnar verið með þeim mest seldu um allan heim.

Jaques Courtin Clarins var læknanemi árið 1954 þegar hann stofnaði Clarins vörumerkið, eftir að hafa fylgst með systrum sínum og vinkonum þeirra tala um hvað þær væru ósáttar með húðina sína. Hann byrjaði að þróa andlits- og líkamsmeðferðir með vörum sem unnar voru úr plöntum. Meðferðirnar voru gríðarlega skilvirkar og tók Jacques þá ákvörðun að framleiða vörur sem konur gætu tekið með sér heim til að árangur meðferðarinnar yrði enn meiri. Clarins var fyrsta merkið sem framleiddi vörur einungis úr náttúrulegum innihaldsefnum og enn þann dag í dag leggja þau mikla áherslu á að vinna eins mikið og hægt er með plöntur í vörunum sínum.

Jacques Courtin Clarins féll frá árið 2007  en synir hans tveir tóku við rekstri fyrirtækisins.

Clarins er með mikið úrval af húð- og snyrtivörum og hafa vörurnar verið með þeim mest seldu um allan heim.

Kíktu á box12.is fyrir frekari upplýsingar.