Danish Crown

Nú eru úrvals nautasteikur frá Danish Crown í Danmörku loks fáanlegar í neytendaumbúðum hérlendis. Fyrirtækið er stærsti kjötframleiðandi Evrópu og leggur áherslu á fyrsta flokks afurðir sem framleiddar eru með hámarks gæði og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.

Konungleg nautasteik

Fullmeyrnuð, algerlega fersk og hefur aldrei frosið.

Fullmeyrnað og ferskt

Steikurnar frá Danish Crown eru í hærri gæðaflokki en áður hefur tíðkast í neytendaumbúðum hérlendis. Kjötið er sérvalið og fullmeyrnað við bestu aðstæður, ferskt og hefur aldrei frosið. Það skilar sér í jafnari og meiri gæðum en flestir framleiðendur geta boðið.

Rib-eye, New York Strip, nautalund

Unnendur nautakjöts þekkja þessar þrjár steikur sem allar eru bestar, hver á sinn hátt. Rib-eye og nautalund hafa lengi notið vinsælda á Íslandi en nú bætist New York Strip í hóp þeirra: Frábær, jafnþykk sneið sem tekin er af stærri hluta T-bone og er auðvelt að elda fullkomlega.