Dolce & Gabana

Dolce & Gabbana er ítalskt tískuhús sem var stofnað af Domenico Dolce og Stefano Gabbana árið 1985. Stefano og Dominico kynntust í Mílanó árið 1980 þegar þeir unnu báðir fyrir sama hönnuð, þeir náðu strax vel saman en fagurfræðin þeirra er auðþekkjanleg. Hönnuðirnir vitna mikið í ítalskar kvikmyndir og karaktera úr La Dolce Vita frá 1960 sem innblástur. Þeir nota mikið blóma- og hlébarðamynstur, korsett og bera mikla virðingu fyrir kvenkynsforminu með sláandi hönnun.
Tískuhúsið stækkaði hratt en 1990 voru þeir Domenico og Stefano búnir að opna verslanir í mörgum borgum í Evrópu en einnig í Japan og Bandaríkjunum. Fyrsti ilmurinn kom á markað 1992 en hann vann verðlaun ári seinna sem besti dömuilmur ársins.
Í dag eru bæði D&G tískan og ilmirnir gríðarlega vinsælir en alls hefur Dolce & Gabbana gefið út 85 ilmi frá upphafi.

Kíktu á box12.is fyrir frekari upplýsingar.