Jean Paul Gaultier

Franski villingurinn Jean Paul Gaultier er eitt þekktasta nafnið í tískuheiminum í dag, og eru yfir 40 ár síðan hann stofnaði sitt eigið tískuhús.

„Franski villingurinn Jean Paul Gaultier er eitt þekktasta nafnið í tískuheiminum í dag, og eru yfir 40 ár síðan hann stofnaði sitt eigið tískuhús. Þekktur sem „l‘enfant terrible“ hefur hann náð að örgra með frumlegum hugmyndum og óvanalegum uppátækjum. Hann er þá sérstaklega þekktur fyrir sínar röndóttu flíkur, tattoo print, korseletta og karlmenn í  pilsum. Gaultier hefur árum saman hundsað línuna milli kynja og var einn af þeim fyrstu til að gefa út unisex fatalínu. Jean Paul Gaultier hlaut enga formlega menntun í hönnun en þrátt fyrir það hefur hann átt sigurgöngu síðustu áratugi og ilmir hans eiga sér ótal aðdáendur af báðum kynjum. Vinsælasti ilmurinn hans til þessa er Le Male EDT sem kom út árið 1995.“

Kíktu á box12.is fyrir frekari upplýsingar.