Rochas var upprunalega franskt tískuhús sem Marcel Rochas stofnaði árið 1925. Marcel var fyrsti hönnuðurinn til þess að hanna pils með vösum og jakka sem voru ekki alveg síðir. Einnig er hann vel þekktur fyrir að hanna hafmeyjusniðið sem er enn notað víða í dag. 1934 bætti Rochas þremur dömuilmum við vöruúrvalið sitt en ilmirnir hættu í sölu á meðan á seinni heimstyröld stóð.

Þar sem ilm og snyrtivörudeild Rochas stækkaði ört og var gríðarlega vinsæl, tók  Marcel Rochas þá ákvörðun  að hætta alveg að hanna og framleiða fatnað árið 1953.  Marcel féll frá 1955 en konan hans Helene tók við stjórn fyrirtækisins, þar til að hún seldi 1971.

Rochas er með elstu ilmhúsunum og hefur sent frá sér yfir 60 ilmi síðan 1936.

Kíktu á box12.is fyrir frekari upplýsingar.