Allt frá því hann steig fyrst fram á sjónarsviðið árið 1978 hefur Versace verið algjört eftirlæti meðal stjarnanna.
Elton John var fljótur að taka ástfóstri við hönnunina en síðar komu til dæmis Madonna, Ashton Kutcher, Britney Spears og Halle Berry.
Fyrsti ilmur Versace, Gianni Versace for Women, kom á markað 1981 en síðan hefur tískuhúsið sent frá sér 54 ilmi til ársins 2014.
Þegar Versace lést árið 1997 tók systir hans Donatella við stjórnartaumnum og hefur leitt tískuhúsið allar götur síðan en vöruúrvalið er breitt og vinsældirnar miklar.

Kíktu á box12.is fyrir frekari upplýsingar.