Zendium

GÓÐUR TANNÞEKKJARI!

Kynntu þér það sem skiptir máli fyrir val á tannkremi fyrir þig og þína.
T.d. það að með Zendium örvar þú góðu bakteríurnar í munninum og styrkir náttúrulegar varnir hans.

Zendium er sannur tannvinur

Hugsum heilsu munnsins upp á nýtt. Er ekki betra að styrkja náttúrulegar varnir frekar en að sótthreinsa í blindni? Zendium tannkrem fara mildu leiðina til að hlúa að heilbrigðu jafnvægi í munninum í stað þess að berjast gegn honum. Það eru einfaldlega sjálfsögð tannréttindi!

Zendium er frábær tannþekkjari
Það er góð ástæða til að styrkja náttúrulegar varnir munnsins. Vissir þú að í munninum eru yfir 100 billjónir baktería en það eru slæmu bakteríurnar sem valda skemmdum en góðu bakteríurnar vernda hins vegar munninn og tennurnar á náttúrulegan hátt og því er Zendium vísindalega hannað til að örva þær til góðra verka!

Munnurinn á okkur er alltaf undir álagi og í gegnum lífið förum við í gegnum ýmis stig eða tímabil og á hverju tímabili er mikilvægt að huga að munninum. Fullorðnir neyta matar, drykkjar og lifa lífsstíl sem getur haft áhrif á munninn. Veikindi geta leitt til sára í munni, meðganga getur veikt góminn og að eldast getur valdið munnþurrki. Örverurnar í munninum hjálpa til að vernda munninn okkar, sama hvað hann fer í gegnum. Með Zendium styrkjum við þessar náttúrulegu örverur.

Hugsaðu um tannorðið þitt
Burstaðu kvölds og morgna, þú þarft að huga að tannorðinu þínu. Notaðu mjúkan tannbursta og skoðaðu einnig hvernig þú burstar tennurnar. Að bursta of kröftuglega eða með hörðum tannbursta getur það valdið vandamálum með tannholdið, sérstaklega ef það er viðkvæmt fyrir. Veldu því tannbursta með mjúkum burstahárum og fáðu jafnvel tannlækninn þinn til að gefa þér álit á burstatækninni ef þú hefur áhyggjur.
Annars bara muna, bursta, nota tannþráð og nota munnskol inn á milli.

Það eru sjálfsögð tannréttindi að vera laus við SLS freyðiefni
Zendium er án sterkra freyðiefna eins og Sodium laureth sulfate (SLS). SLS  er sterkt freyðiefni og er notað í sumum tannkremum. SLS er ertandi fyrir tannholdið og getur jafnvel haft neikvæð áhrif á bragðskyn. Í stað SLS notar Zendium  mild freyðiefni sem virða viðkvæma vefi í munninum og er Zendium því tilvalið fyrir alla sem eru með viðkvæman munn, eins og börn, barnshafandi konur, fólk með munnangur, viðkvæmt tannhold o.s.frv.

Börn eru líka tanneskjur!
Mildu innihaldsefnin í Zendium henta börnum einstaklega vel því munnur barna er sérstaklega viðkvæmur. Börn hafa t.d. allt að þrisvar sinnum fleiri bragðlauka en fullorðnir! Þess vegna eru börn sérstaklega næm fyrir sterku bragði og freyðiefnum í tannkremum, sem stundum getur valdið erfiðleikum í burstun og þau bursta ekki nægilega vel og lengi. Zendium fæst í sérstökum útfærslum, með mildu bragði, með réttu magni flúors, fyrir hvert aldursskeið barnanna – og að sjálfsögðu eru barnatannkremin líka án SLS.